100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 13:05 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52