Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 12:38 Margar Airbnb-íbúðir eru í Reykjavík. Áhrifa falls Wow air hefur gætt á þeim markaði síðustu daga. Vísir/vilhelm Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi. Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent