Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 16:17 Ben Baldanza segist hafa varað við þeim áskorunum sem hann nefnir. Vísir/Getty Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30