30. mars, baráttudagur á Íslandi og í Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 30. mars 2019 01:50 Á tónleikunum Rokk gegn her í Laugardalshöll 13. september 1980, komu fram fremstu rokkarar þess tíma á stærstu tónleikum íslenskra hljómlistarmanna sem haldnir höfðu verið fram að þeim. Það voru Bubbi Morthens og Utangarðsmenn, Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Kjarnorkublúsarar að ógleymdum Kalla Sighvats sem stofnaði sérstaka hljómsveit og flutti nýtt verk undir nafninu Táragas. Þá lét Kalli jafnframt sýna heimilidarmynd frá 30. mars 1949 meðan á flutningi stóð sem tekin var utan við Alþingishúsið og sýndi ljóslega ofbeldið sem mótmælendum var sýnt með kylfum og táragasi. Það var Alþýðusamband Íslands sem stóð fyrir útifundi til að mótmæla aðild Íslands að NATÓ. Enginn vafi er á því að á þessum tíma var stór meirihluti þjóðarinnar á móti aðild að hernaðarbandalagi. Krafan var þjóðaratkvæði, sem fékkst ekki, og meiri hluti Alþingis samþykkti aðildina í skjóli lögregluofbeldis og gegn þjóðarvilja. Frá þessum tíma hefur dagurinn 30. mars löngum verið dagur mótmæla gegn NATÓ-aðild og Kalli Sighvats var svo sannarlega með fingur á púlsi þegar kom að Rokki gegn her. Í öðru landi hefur þessi dagur, 30. mars, einnig orðið að sérstökum baráttudegi. Það er í Palestínu en þar er hann nefndur Landdagurinn. Það var árið 1976 sem sex Palestínumenn, ríkisborgarar í Ísrael (hernáminu frá 1948), voru skotnir til bana í mótmælum gegn lagasetningu á ísraelska þinginu sem mismunaði palestínskum íbúum varðandi rétt til landsins. Þetta er í samræmi við löggjöf Ísraelsríkis á mörgum sviðum, Gyðingaríkisins Ísrael einsog yfirvöld krefjast að það sé kallað og viðurkennt, sem einkennist af aðskilnaðarstefnu, þar sem íbúum er mismunað á grunni trúarbragða. Alla tíð frá manndrápunum 1976 hefur þessa dags verið minnst, bæði meðal Palestínumanna innan Ísrael og í gjörvallri Palestsínu. Mótmælin tóku á sig nýjan og kröftugan svip á Gaza fyrir réttu ári er mjög fjölmenn og friðsöm mótmæli hinna innilokuðu íbúa hófust þar föstudaginn 30. mars 2018 undir heitinu Gangan mikla fyrir heimkomu flóttafólks (The Great March of Return). Höfuðkrafan var um rétt flóttafólks til að snúa heim, en jafnframt hafa verið uppi kröfur um að umsátrinu verði aflétt sem nú hefur staðið í 12 ár og að bundinn verði endir á hernám Palestínu.Friðsömum mótmælum svarað með stríðsglæpumÍsraelstjórn svaraði þessum mótmælum með því að beita hernum af fullri hörku gegn friðsömum mótmælendum sem voru yfirleitt í um tveggja kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Ísraelsher raðaði upp 100 leyniskyttum á landamærunum sem fengu frjálst skotleyfi á hverjum föstudegi og raunar einnig á öðrum dögum vikunnar, því að mótmæli hafa ekki einungis verið alla föstudaga, heldur á ólíkum stöðum flesta daga vikunnar í heilt ár. Framan af myrtu leyniskytturnar tugi manns í hverjum mótmælum en síðar meir fór þeim fækkandi. Særðir hafa skipt þúsund og algengt hefur verið að leyniskyttur skjóti í ganglimi ungra manna og hefur þurft að aflima marga vegna þess að ekki hefur verið hægt að gera að sárum. Ég hef séð skotsárin eftir byssukúlur úr nákvæmum langdrægnum leyniskytturifflum. Þau líkjast ekki venjulegum skotsárum heldur hefur verið átt við kúlurnar þannig að þær rífa upp holdið einsog eftir dum-dum kúlur. Sárin eru iðulega það stór og djúp, að barnshnefi kemst léttilega fyrir. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði á grundvelli rannsóknar óháðrar alþjóðlegrar nefndar að Ísraelsstjórn hefði gert sig seka um stríðsglæpi gagnvart friðsömum mótmælendum á Gaza með fjöldamorðum og limlestingum.Aðstoð frá Íslandi - en gera þarf beturÞað vildi vel til að undirrituðum tókst með góðra manna hjálp að koma í haust efni i 70 gervifætur á ALPC, gervilimastöðina í Gazaborg, sem er ein um að smíða gervilimi á Gaza. ALPC hefur verið samstarfsaðili Félagsins Ísland-Palestína frá árinu 2009, þegar verkefni okkar hófst í samvinnu við Össur Kristinsson. Fyrr á árinu höfðum við með aðtoð UNRWA náð að sendi efni í 30 fætur, en þessi 100 sett voru framlag frá Össuri. Það virðist stundum vera Kleppsvinna að stunda hjálparstarf í Palestínu, það nást aldrei endar saman vegna grimmdar hernámsins. Fórnarlömb árása hersins verða alltaf fleiri en hægt er að hjálpa. En samt verður að reyna. Þó skiptir meira máli að Ísraelsstjórn fái skýr skilaboð um mál sé að linni. Margt bendir til að aðferðirnar sem notaðar voru gegn Apartheid stjórninni í Suður-Afríku með sniðgöngu á öllum sviðum og efnahagslegum þvingunum kunni að gagnast gagnvart Ísrael. Það sem gildir eru friðsamar en ákveðnar aðgerðir sem knýja fram stefnubreytingu þannig að hernáminu linni. Bandaríkin bera þyngsta ábyrgð og eru sá aðili sem getur snúið stefnu Ísraels. Alþingi hefur mótað stefnu friðar og réttlætis gagnvart Palestínu og Ísrael. Stjórnvöld þurfa að fylgja þeirri stefnu af enn meiri krafti.Höfundur er læknir og fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á tónleikunum Rokk gegn her í Laugardalshöll 13. september 1980, komu fram fremstu rokkarar þess tíma á stærstu tónleikum íslenskra hljómlistarmanna sem haldnir höfðu verið fram að þeim. Það voru Bubbi Morthens og Utangarðsmenn, Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Kjarnorkublúsarar að ógleymdum Kalla Sighvats sem stofnaði sérstaka hljómsveit og flutti nýtt verk undir nafninu Táragas. Þá lét Kalli jafnframt sýna heimilidarmynd frá 30. mars 1949 meðan á flutningi stóð sem tekin var utan við Alþingishúsið og sýndi ljóslega ofbeldið sem mótmælendum var sýnt með kylfum og táragasi. Það var Alþýðusamband Íslands sem stóð fyrir útifundi til að mótmæla aðild Íslands að NATÓ. Enginn vafi er á því að á þessum tíma var stór meirihluti þjóðarinnar á móti aðild að hernaðarbandalagi. Krafan var þjóðaratkvæði, sem fékkst ekki, og meiri hluti Alþingis samþykkti aðildina í skjóli lögregluofbeldis og gegn þjóðarvilja. Frá þessum tíma hefur dagurinn 30. mars löngum verið dagur mótmæla gegn NATÓ-aðild og Kalli Sighvats var svo sannarlega með fingur á púlsi þegar kom að Rokki gegn her. Í öðru landi hefur þessi dagur, 30. mars, einnig orðið að sérstökum baráttudegi. Það er í Palestínu en þar er hann nefndur Landdagurinn. Það var árið 1976 sem sex Palestínumenn, ríkisborgarar í Ísrael (hernáminu frá 1948), voru skotnir til bana í mótmælum gegn lagasetningu á ísraelska þinginu sem mismunaði palestínskum íbúum varðandi rétt til landsins. Þetta er í samræmi við löggjöf Ísraelsríkis á mörgum sviðum, Gyðingaríkisins Ísrael einsog yfirvöld krefjast að það sé kallað og viðurkennt, sem einkennist af aðskilnaðarstefnu, þar sem íbúum er mismunað á grunni trúarbragða. Alla tíð frá manndrápunum 1976 hefur þessa dags verið minnst, bæði meðal Palestínumanna innan Ísrael og í gjörvallri Palestsínu. Mótmælin tóku á sig nýjan og kröftugan svip á Gaza fyrir réttu ári er mjög fjölmenn og friðsöm mótmæli hinna innilokuðu íbúa hófust þar föstudaginn 30. mars 2018 undir heitinu Gangan mikla fyrir heimkomu flóttafólks (The Great March of Return). Höfuðkrafan var um rétt flóttafólks til að snúa heim, en jafnframt hafa verið uppi kröfur um að umsátrinu verði aflétt sem nú hefur staðið í 12 ár og að bundinn verði endir á hernám Palestínu.Friðsömum mótmælum svarað með stríðsglæpumÍsraelstjórn svaraði þessum mótmælum með því að beita hernum af fullri hörku gegn friðsömum mótmælendum sem voru yfirleitt í um tveggja kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Ísraelsher raðaði upp 100 leyniskyttum á landamærunum sem fengu frjálst skotleyfi á hverjum föstudegi og raunar einnig á öðrum dögum vikunnar, því að mótmæli hafa ekki einungis verið alla föstudaga, heldur á ólíkum stöðum flesta daga vikunnar í heilt ár. Framan af myrtu leyniskytturnar tugi manns í hverjum mótmælum en síðar meir fór þeim fækkandi. Særðir hafa skipt þúsund og algengt hefur verið að leyniskyttur skjóti í ganglimi ungra manna og hefur þurft að aflima marga vegna þess að ekki hefur verið hægt að gera að sárum. Ég hef séð skotsárin eftir byssukúlur úr nákvæmum langdrægnum leyniskytturifflum. Þau líkjast ekki venjulegum skotsárum heldur hefur verið átt við kúlurnar þannig að þær rífa upp holdið einsog eftir dum-dum kúlur. Sárin eru iðulega það stór og djúp, að barnshnefi kemst léttilega fyrir. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði á grundvelli rannsóknar óháðrar alþjóðlegrar nefndar að Ísraelsstjórn hefði gert sig seka um stríðsglæpi gagnvart friðsömum mótmælendum á Gaza með fjöldamorðum og limlestingum.Aðstoð frá Íslandi - en gera þarf beturÞað vildi vel til að undirrituðum tókst með góðra manna hjálp að koma í haust efni i 70 gervifætur á ALPC, gervilimastöðina í Gazaborg, sem er ein um að smíða gervilimi á Gaza. ALPC hefur verið samstarfsaðili Félagsins Ísland-Palestína frá árinu 2009, þegar verkefni okkar hófst í samvinnu við Össur Kristinsson. Fyrr á árinu höfðum við með aðtoð UNRWA náð að sendi efni í 30 fætur, en þessi 100 sett voru framlag frá Össuri. Það virðist stundum vera Kleppsvinna að stunda hjálparstarf í Palestínu, það nást aldrei endar saman vegna grimmdar hernámsins. Fórnarlömb árása hersins verða alltaf fleiri en hægt er að hjálpa. En samt verður að reyna. Þó skiptir meira máli að Ísraelsstjórn fái skýr skilaboð um mál sé að linni. Margt bendir til að aðferðirnar sem notaðar voru gegn Apartheid stjórninni í Suður-Afríku með sniðgöngu á öllum sviðum og efnahagslegum þvingunum kunni að gagnast gagnvart Ísrael. Það sem gildir eru friðsamar en ákveðnar aðgerðir sem knýja fram stefnubreytingu þannig að hernáminu linni. Bandaríkin bera þyngsta ábyrgð og eru sá aðili sem getur snúið stefnu Ísraels. Alþingi hefur mótað stefnu friðar og réttlætis gagnvart Palestínu og Ísrael. Stjórnvöld þurfa að fylgja þeirri stefnu af enn meiri krafti.Höfundur er læknir og fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun