Leonardo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Fimm hundruð ár eru liðin frá dauða Leonardos da Vinci. Hann lést í Amboise í Mið-Frakklandi þann 2. maí árið 1519, þá 67 ára gamall. Dauða þessa mikla meistara endurreisnarinnar er eðlilega minnst víða um heim um þessar mundir, enda er arfleifð hans einstök og sannarlega án fordæma í gjörvallri mannkynssögunni. Ógerningur er að tíunda afrek Leonardos, svo sómi sé að að minnsta kosti, í stuttum texta sem þessum og að líkindum er það óþarfi, enda þekkjum við flest helstu verk hans og afrek; ótrúlega tæknilega getu hans og óþreytandi sköpunargleði. En ef það er eitthvað eitt sem ber að undirstrika um ævi Leonardos þá er það einstök, og jafnframt nokkuð framandi, sýn hans á lífið. Öfugt við það sem þekkjum í dag, á tímum sérhæfni og aðgreiningar, þá virðist Leonardo hafa leitað að samræmi, eða samheldni, þeirra þátta sem við fyrstu sýn virðast óskyldir. Þannig kaus Leonardo að einblína á það hvernig vísindi og list bæta hvort annað og mynda þannig eina heild innan hinnar mannlegu reynslu. Þetta merkilega lífsviðhorf er að finna víða í verkum hans og á hinum ýmsu sviðum sem hann lagði fyrir sig, eins og fósturfræði, arkitektúr, verkfræði, læknisfræði og auðvitað í fögrum listum endurreisnartímabilsins. Frægasta dæmið um þessa nálgun er vafalaust vitrúvíski maðurinn þar sem Leonardo freistaði þess að sýna hlutföll mannslíkans í samhengi við grunnform byggingarlistarinnar. „Vitrúvíski maður Leonardos er holdgervingur þess augnabliks þegar list og vísindi sameinast og veita með því manneskjunni tækifæri til að leita svara við tímalausum spurningum um það hver við erum og hvert hlutskipti okkar er í stórbrotinni skipan alheimsins,“ ritaði Walter Isaacson í ævisögu Leonardos. Nú sem aldrei fyrr, á tímum stafrænnar byltingar og sameiningar ólíkra fræðasviða, er þörf fyrir þá sem horfa á lífið með augum Leonardos. Fyrir þá sem kjósa að horfa á tækifæri sem leynast handan tilbúinna veggja fræðasviða og kenningakerfa. Þar með er ekki sagt að hver og einn þurfi að gerast fjölfræðingur, eða vera haldinn nær sjúklegri forvitni eins og Leonardo blessaður var. Í raun var hann sjálfur mikill talsmaður letingja og trassara. Stóra áskorunin í visku Leonardos er að sjá heiminn ekki sem summu ólíkra og aðskilinna þátta, heldur sem eina heild. Svo gripið sé aftur niður í orð Walters Isaacson um vitrúvíska manninn: „Myndin táknar þá hugsjón mannhyggjunnar sem hampar reisn, gildi og röklegri getu mannskepnunnar sem einstaklings. Inni í ferningnum og hringnum sjáum við innsta kjarna Leonardos, og okkar, þar sem hann stendur nakinn á krossgötum hins jarðneska og hins kosmíska.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fimm hundruð ár eru liðin frá dauða Leonardos da Vinci. Hann lést í Amboise í Mið-Frakklandi þann 2. maí árið 1519, þá 67 ára gamall. Dauða þessa mikla meistara endurreisnarinnar er eðlilega minnst víða um heim um þessar mundir, enda er arfleifð hans einstök og sannarlega án fordæma í gjörvallri mannkynssögunni. Ógerningur er að tíunda afrek Leonardos, svo sómi sé að að minnsta kosti, í stuttum texta sem þessum og að líkindum er það óþarfi, enda þekkjum við flest helstu verk hans og afrek; ótrúlega tæknilega getu hans og óþreytandi sköpunargleði. En ef það er eitthvað eitt sem ber að undirstrika um ævi Leonardos þá er það einstök, og jafnframt nokkuð framandi, sýn hans á lífið. Öfugt við það sem þekkjum í dag, á tímum sérhæfni og aðgreiningar, þá virðist Leonardo hafa leitað að samræmi, eða samheldni, þeirra þátta sem við fyrstu sýn virðast óskyldir. Þannig kaus Leonardo að einblína á það hvernig vísindi og list bæta hvort annað og mynda þannig eina heild innan hinnar mannlegu reynslu. Þetta merkilega lífsviðhorf er að finna víða í verkum hans og á hinum ýmsu sviðum sem hann lagði fyrir sig, eins og fósturfræði, arkitektúr, verkfræði, læknisfræði og auðvitað í fögrum listum endurreisnartímabilsins. Frægasta dæmið um þessa nálgun er vafalaust vitrúvíski maðurinn þar sem Leonardo freistaði þess að sýna hlutföll mannslíkans í samhengi við grunnform byggingarlistarinnar. „Vitrúvíski maður Leonardos er holdgervingur þess augnabliks þegar list og vísindi sameinast og veita með því manneskjunni tækifæri til að leita svara við tímalausum spurningum um það hver við erum og hvert hlutskipti okkar er í stórbrotinni skipan alheimsins,“ ritaði Walter Isaacson í ævisögu Leonardos. Nú sem aldrei fyrr, á tímum stafrænnar byltingar og sameiningar ólíkra fræðasviða, er þörf fyrir þá sem horfa á lífið með augum Leonardos. Fyrir þá sem kjósa að horfa á tækifæri sem leynast handan tilbúinna veggja fræðasviða og kenningakerfa. Þar með er ekki sagt að hver og einn þurfi að gerast fjölfræðingur, eða vera haldinn nær sjúklegri forvitni eins og Leonardo blessaður var. Í raun var hann sjálfur mikill talsmaður letingja og trassara. Stóra áskorunin í visku Leonardos er að sjá heiminn ekki sem summu ólíkra og aðskilinna þátta, heldur sem eina heild. Svo gripið sé aftur niður í orð Walters Isaacson um vitrúvíska manninn: „Myndin táknar þá hugsjón mannhyggjunnar sem hampar reisn, gildi og röklegri getu mannskepnunnar sem einstaklings. Inni í ferningnum og hringnum sjáum við innsta kjarna Leonardos, og okkar, þar sem hann stendur nakinn á krossgötum hins jarðneska og hins kosmíska.“
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun