Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 23:00 Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Vísir/EPA Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. Einhverjir borgarar eru þar að auki fastir á átákasvæðum eftir að vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa haftar hófu sókn gegn höfuðborginni í síðustu viku. Sveitir hans gerðu loftárás á eina virka flugvöll Trípólí í dag en árásin hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum.Talsmaður Haftar segir árásina ekki hafa beinst gegn almennum borgurum. Heldur hafi hún beinst gegn orrustuþotu sem var á flugbraut flugvallarins. Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Þar að auki gætu átökin hægt á útflutningi olíu, og hafa þau þegar leitt til hækkunar á mörkuðum, og aukið flæði farand- og flóttafólks frá Líbíu til Evrópu.Tugir hópa eru starfandi í Líbíu en tveir eru stærstir. Þeir eru ríkisstjórnin sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna. Hún var mynduð árið 2015 en hefur átt erfitt með að ná stjórn á landinu. Hinn hópurinn er LNA sem Haftar stjórnar. Hann var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann er nú studdur af nokkrum ríkjum eins og Rússlandi og Sádi-Arabíu, samkvæmt Guardian, og stjórnar í raun stórum hluta landsins í austri og suðri. Íbúar Trípólí sem ekki hafa haft tök á því að flýja segjast lafandi hræddir vegna átakanna. Líbía Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. Einhverjir borgarar eru þar að auki fastir á átákasvæðum eftir að vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa haftar hófu sókn gegn höfuðborginni í síðustu viku. Sveitir hans gerðu loftárás á eina virka flugvöll Trípólí í dag en árásin hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum.Talsmaður Haftar segir árásina ekki hafa beinst gegn almennum borgurum. Heldur hafi hún beinst gegn orrustuþotu sem var á flugbraut flugvallarins. Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Þar að auki gætu átökin hægt á útflutningi olíu, og hafa þau þegar leitt til hækkunar á mörkuðum, og aukið flæði farand- og flóttafólks frá Líbíu til Evrópu.Tugir hópa eru starfandi í Líbíu en tveir eru stærstir. Þeir eru ríkisstjórnin sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna. Hún var mynduð árið 2015 en hefur átt erfitt með að ná stjórn á landinu. Hinn hópurinn er LNA sem Haftar stjórnar. Hann var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann er nú studdur af nokkrum ríkjum eins og Rússlandi og Sádi-Arabíu, samkvæmt Guardian, og stjórnar í raun stórum hluta landsins í austri og suðri. Íbúar Trípólí sem ekki hafa haft tök á því að flýja segjast lafandi hræddir vegna átakanna.
Líbía Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira