Framkvæmdastjóri ESA segir boðskapinn ekki fela í sér andúð á innflytjendum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 19:30 Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn. Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn.
Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54