Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 14:19 Skipuleggjendur fundarins ásamt talsmanni ESA. Frá vinstri: Halldór Fannar Kristjánsson, Roger Odeberger, Agnar Már Júlíusson, Hákon Bragi Magnússon. Erna Ýr/Viljinn Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi. Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi.
Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54