Þurfum að skapa og móta framtíðina Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. apríl 2019 08:30 Framtíð vinnunnar var rædd á ráðstefnunni FBL/stefán „Fólk um allan heim er að hugsa um framtíð vinnunnar af því að breytingarnar hafa verið svo hraðar. Við getum horft til þátta eins og tækninnar, loftslagsbreytinga, lýðfræðinnar og hnattvæðingarinnar. Það er verið að spyrja grundvallarspurninga um hvernig vinnan verði í framtíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ryder var í vikunni meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í samvinnu ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar. ILO fagnar á árinu hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni var hleypt af stokkunum sérstöku verkefni sem fjallar um framtíð vinnunnar. „Það er okkur hjá ILO hvatning að horfa til Norðurlandanna sem eru svo oft á toppnum þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og fleiri málaflokkum. Þau eru mjög virk í þessari framtíðarvinnu,“ segir Guy Ryder. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig eigi að undirbúa fólk fyrir þær breytingar sem fram undan eru. „Við erum stödd í miðju breytingaferli. Stóru skilaboðin sem við viljum koma á framfæri eru þau að framtíðin er ekki ráðin. Framtíðin bíður ekki eftir því að gerast. Við þurfum að skapa framtíðina og móta hana.“ Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar og samfélög að ræða þessi mál. „Því á endanum snýst það hvernig við störfum í framtíðinni um framtíð okkar samfélaga. Þetta snýst um jafnrétti, þátttöku, hamingju og efnislega velferð.“ Aðspurður segir Ryder að þessir aðilar séu í dag ekki undirbúnir að fullu fyrir komandi breytingar. Það sé hins vegar hvetjandi að þessi umræða eigi sér nú stað. „Fólk er að tala um vinnuna á hátt sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Við höfum oft þurft að glíma við vandamál tengd fjármálakerfinu, viðskiptum eða umhverfismálum. Vinnumálin hafa að einhverju leyti orðið út undan.“ Ryder segist ekki hafa áhyggjur af því að framtíðin feli það í sér að það verði viðvarandi skortur á störfum. „Fyrir 20 árum voru einhverjir fræðimenn að tala um endalok vinnunnar. Vélmenni myndu taka yfir störfin og við gætum bara setið heima og haft það gott. Ég held að fólk sé hætt að tala svona.“ Fram undan séu þó gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu. „Fólk mun þurfa að færa sig yfir í tegundir starfa sem eru ekki enn þá til í dag. Ég held við séum að upplifa mikið umrót í vinnuumhverfi heimsins, sennilega á skala sem við höfum ekki séð áður. Við munum hvorki sjá endalok vinnunnar né mikinn skort á störfum. En við munum sjá miklar breytingar sem við þurfum að ná stjórn á og gera það vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Fólk um allan heim er að hugsa um framtíð vinnunnar af því að breytingarnar hafa verið svo hraðar. Við getum horft til þátta eins og tækninnar, loftslagsbreytinga, lýðfræðinnar og hnattvæðingarinnar. Það er verið að spyrja grundvallarspurninga um hvernig vinnan verði í framtíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ryder var í vikunni meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í samvinnu ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar. ILO fagnar á árinu hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni var hleypt af stokkunum sérstöku verkefni sem fjallar um framtíð vinnunnar. „Það er okkur hjá ILO hvatning að horfa til Norðurlandanna sem eru svo oft á toppnum þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og fleiri málaflokkum. Þau eru mjög virk í þessari framtíðarvinnu,“ segir Guy Ryder. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig eigi að undirbúa fólk fyrir þær breytingar sem fram undan eru. „Við erum stödd í miðju breytingaferli. Stóru skilaboðin sem við viljum koma á framfæri eru þau að framtíðin er ekki ráðin. Framtíðin bíður ekki eftir því að gerast. Við þurfum að skapa framtíðina og móta hana.“ Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar og samfélög að ræða þessi mál. „Því á endanum snýst það hvernig við störfum í framtíðinni um framtíð okkar samfélaga. Þetta snýst um jafnrétti, þátttöku, hamingju og efnislega velferð.“ Aðspurður segir Ryder að þessir aðilar séu í dag ekki undirbúnir að fullu fyrir komandi breytingar. Það sé hins vegar hvetjandi að þessi umræða eigi sér nú stað. „Fólk er að tala um vinnuna á hátt sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Við höfum oft þurft að glíma við vandamál tengd fjármálakerfinu, viðskiptum eða umhverfismálum. Vinnumálin hafa að einhverju leyti orðið út undan.“ Ryder segist ekki hafa áhyggjur af því að framtíðin feli það í sér að það verði viðvarandi skortur á störfum. „Fyrir 20 árum voru einhverjir fræðimenn að tala um endalok vinnunnar. Vélmenni myndu taka yfir störfin og við gætum bara setið heima og haft það gott. Ég held að fólk sé hætt að tala svona.“ Fram undan séu þó gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu. „Fólk mun þurfa að færa sig yfir í tegundir starfa sem eru ekki enn þá til í dag. Ég held við séum að upplifa mikið umrót í vinnuumhverfi heimsins, sennilega á skala sem við höfum ekki séð áður. Við munum hvorki sjá endalok vinnunnar né mikinn skort á störfum. En við munum sjá miklar breytingar sem við þurfum að ná stjórn á og gera það vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira