Álftin fæli bændur frá kornrækt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2025 12:31 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt. Þetta er í fjórða sinn sem sama tillagan er lögð fram en það eru þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins sem standa að henni. Vilja þeir að umhverfisráðherra útbúi tillögur um að veiða megi álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum frá 15. mars til 20. ágúst. Veiðar á álft á kornökrum verði svo leyfilegar ögn lengur, til 1. október. Í tillögunni kemur fram að ágangur fuglanna valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Sigurður Ingi Jóhannsson, einn flutningsmanna og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segir stofnana hafa stækkað gríðarlega á síðustu árum, þá sérstaklega álftarstofninn. „Hún er líka farin að hafa vetrarsetu í meira mæli og þar af leiðandi komin á túnin, nýræktir, mjög snemma á vorin. Hún étur þá grasið upp með rótum og rýrir þar með túnin. En auðvitað koma líka stórar hjarðir af grágæs og helsingja,“ segir Sigurður Ingi. Álftin hefur verið friðuð frá árinu 1913 og telur stofninn um 34 þúsund fugla í dag. Ég myndi gera ráð fyrir því að þetta gæti orðið tilfinningamál fyrir einhverja. Álftin er elskaður fugl. Óttastu að fólk verði ósátt með þetta? „Einhverjir sjá fyrir sér Dimmalimm og þetta er auðvitað tignarlegur fugl. En á móti hefur hann fjölgað sér alveg gríðarlega frá því hann var friðaður. Ég held það sé kominn tími á að horfast í augu við þann raunveruleika að tjón af þessu er meðal annars þess valdandi að menn veigra sér við að fara í stórfellda kornrækt,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Fuglar Alþingi Dýr Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem sama tillagan er lögð fram en það eru þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins sem standa að henni. Vilja þeir að umhverfisráðherra útbúi tillögur um að veiða megi álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum frá 15. mars til 20. ágúst. Veiðar á álft á kornökrum verði svo leyfilegar ögn lengur, til 1. október. Í tillögunni kemur fram að ágangur fuglanna valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Sigurður Ingi Jóhannsson, einn flutningsmanna og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segir stofnana hafa stækkað gríðarlega á síðustu árum, þá sérstaklega álftarstofninn. „Hún er líka farin að hafa vetrarsetu í meira mæli og þar af leiðandi komin á túnin, nýræktir, mjög snemma á vorin. Hún étur þá grasið upp með rótum og rýrir þar með túnin. En auðvitað koma líka stórar hjarðir af grágæs og helsingja,“ segir Sigurður Ingi. Álftin hefur verið friðuð frá árinu 1913 og telur stofninn um 34 þúsund fugla í dag. Ég myndi gera ráð fyrir því að þetta gæti orðið tilfinningamál fyrir einhverja. Álftin er elskaður fugl. Óttastu að fólk verði ósátt með þetta? „Einhverjir sjá fyrir sér Dimmalimm og þetta er auðvitað tignarlegur fugl. En á móti hefur hann fjölgað sér alveg gríðarlega frá því hann var friðaður. Ég held það sé kominn tími á að horfast í augu við þann raunveruleika að tjón af þessu er meðal annars þess valdandi að menn veigra sér við að fara í stórfellda kornrækt,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Fuglar Alþingi Dýr Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent