Hækkun launa umfram taxta heldur ekki í við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2019 19:15 Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu. Samið var um krónutöluhækkanir launa í þeim samningum sem skrifað var undir í fyrrakvöld og ná til alls þorra fólks á almenna vinnumarkaðnum til ársloka árið 2022. Krónutöluhækkanirnar verða mismiklar hjá þeim sem einungis fá greidd taxtalaun og þeim sem eru á launum sem eru hærri en hæstu launataxtar, nema á þessu ári því allir fá 17.000 króna launahækkun frá og með 1. apríl síðast liðnum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við krónutöluhækkanirnar hjá einstaklingi með 300 þúsund króna lágmarkslaun sem hækka um 5,7 prósent í þessum mánuði og síðan um rúmlega sjö prósent á næstu þremur árum. Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Ef horft er síðan á dæmin fyrir árin 2020 til 2022 ssést að árlegar launahækkanir hjá fólki með hærri laun en taxtalaun verða á bilinu 1,7 prósent til 2,9 prósent á ári. Þær hækkanir ná ekki að halda í við verðbólgu eins og hún hefur verið á undanförnum tveimur árum með örfáum mánaðarlegum undantekningum. En í lok síðasta árs var verðbólgan 3,3 prósent og 2,9 prósent í lok síðasta mánaðar. Í þessum dæmum er ekki tekið tillit til almennra skattalækkana sem munu ná til allra tekjuhópanna hér að ofan, en þó meira til lægstu launanna, eins og hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er reiknað með að kjarasamningarnir stuðli að lækkun vaxta og þar með verðbólgu. Desember- og orlofsuppbætur launafólks verða einnig hækkaðar umtalsvert og krónutöluhækkanir launa geta orðið hærri með auknum hagvexti. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu. Samið var um krónutöluhækkanir launa í þeim samningum sem skrifað var undir í fyrrakvöld og ná til alls þorra fólks á almenna vinnumarkaðnum til ársloka árið 2022. Krónutöluhækkanirnar verða mismiklar hjá þeim sem einungis fá greidd taxtalaun og þeim sem eru á launum sem eru hærri en hæstu launataxtar, nema á þessu ári því allir fá 17.000 króna launahækkun frá og með 1. apríl síðast liðnum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við krónutöluhækkanirnar hjá einstaklingi með 300 þúsund króna lágmarkslaun sem hækka um 5,7 prósent í þessum mánuði og síðan um rúmlega sjö prósent á næstu þremur árum. Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Ef horft er síðan á dæmin fyrir árin 2020 til 2022 ssést að árlegar launahækkanir hjá fólki með hærri laun en taxtalaun verða á bilinu 1,7 prósent til 2,9 prósent á ári. Þær hækkanir ná ekki að halda í við verðbólgu eins og hún hefur verið á undanförnum tveimur árum með örfáum mánaðarlegum undantekningum. En í lok síðasta árs var verðbólgan 3,3 prósent og 2,9 prósent í lok síðasta mánaðar. Í þessum dæmum er ekki tekið tillit til almennra skattalækkana sem munu ná til allra tekjuhópanna hér að ofan, en þó meira til lægstu launanna, eins og hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er reiknað með að kjarasamningarnir stuðli að lækkun vaxta og þar með verðbólgu. Desember- og orlofsuppbætur launafólks verða einnig hækkaðar umtalsvert og krónutöluhækkanir launa geta orðið hærri með auknum hagvexti.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18
Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00