Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 14:48 Frohnmaier var kjörinn á þing í september árið 2017. Rússnesku skjölin eru frá því í apríl sama ár. Vísir/EPA Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08