WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 11:20 WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15
Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56