Brexit: Viðræðurnar sagðar ítarlegar og árangursríkar Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2019 21:07 Rebecca Long Bailey, skuggaráðherra viðskiptamála, og Sir Keir Stramer, skuggaráðherra Brexit-mála, yfirgefa fundinn í Westminster síðdegis í dag. Getty Viðræður milli samningshópa breska Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins stóðu yfir í hálfan fimmta tíma í dag. Viðræðurnar miða að því að ná samkomulagi um hvernig Bretar skuli leysa úr þráteflinu þegar kemur að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Viðræðurnar hófust í gær, héldu áfram í dag og verður fram haldið á morgun. BBC hefur eftir talsmanni bresku stjórnarinnar að viðræðurnar hafi verið bæði ítarlegar og árangursríkar. Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, segir að hugmyndir um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu á hverjum þeim útgöngusamningi sem þingið kann að samþykkja, verði til umræðu. Þá staðfesti hann að framhald yrði á viðræðunum á morgun. Breska þingið samþykkti í gær tillögu um að skipa Theresu May forsætisráðherra að biðja ESB um frest á útgöngu Bretlands. Var tillagan samþykkt með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars síðastliðinn. Breska þingið hefur þó ítrekað hafnað útgöngusamningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur. 4. apríl 2019 10:58 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Viðræður milli samningshópa breska Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins stóðu yfir í hálfan fimmta tíma í dag. Viðræðurnar miða að því að ná samkomulagi um hvernig Bretar skuli leysa úr þráteflinu þegar kemur að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Viðræðurnar hófust í gær, héldu áfram í dag og verður fram haldið á morgun. BBC hefur eftir talsmanni bresku stjórnarinnar að viðræðurnar hafi verið bæði ítarlegar og árangursríkar. Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, segir að hugmyndir um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu á hverjum þeim útgöngusamningi sem þingið kann að samþykkja, verði til umræðu. Þá staðfesti hann að framhald yrði á viðræðunum á morgun. Breska þingið samþykkti í gær tillögu um að skipa Theresu May forsætisráðherra að biðja ESB um frest á útgöngu Bretlands. Var tillagan samþykkt með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars síðastliðinn. Breska þingið hefur þó ítrekað hafnað útgöngusamningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur. 4. apríl 2019 10:58 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur. 4. apríl 2019 10:58
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52
Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38