Engin trygging fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. apríl 2019 20:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson, framvæmdastjóri Eflingar að lokinni undirritun kjarasamninga í gær. Vísir/Vilhelm Mikil munur er á túlkun ASÍ og Eflingar á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir þá ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutíma hjá almennu verkafólki. Í tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að meðal helstu atriða í nýjum kjarasamningi verslunar-, skrifstofu-, og verkafólks sé aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir mestu breytingar í hálfa öld. Í tilkynningu frá Eflingu í dag er áréttað að vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar feli hann ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Þá segir Efling að þær styttingar vinnutímans sem koma fram í kjarasamningnum séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þennan hluta fyrirtækjaþátt samningsins sem vissulega sé til staðar í núverandi samningi.Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Vilhelm„Það er í rauninni verið að virkja hann miklu meira núna í þeim tilgangi að reyna að stytta vinnuvikuna. Þetta er í valdi hvers vinnustaðar fyrir sig en útfærslan verður sú að vinnandi fólk leggur eitthvað af mörkum af kaffitímanum og atvinnurekendur leggja eitthvað af mörkum með hreinni styttingu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Tillögurnar sem kynnar voru í gær eru fjórar að frátöldu óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Hægt verður að semja um styttri vinnudag, styttri vinnuviku, frí annan hvern föstudag og svo í fjórða lagi styttri vinnudag þar sem vélar stjórna hraða.Verður ekki erfitt að fylgja þessu eftir? „Það verður örugglega erfitt. Það er margt í þessum samningum sem verður áskorun að fylgja eftir, segir Drífa.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir samninginn ásættanlega málamiðlun á kröfum stéttarfélagsins en að lögð verði áhersla á það að kynna samninginn fyrir félagsmönnum nákvæmlega eins og hann er. „Við höfum ekki getað séð að í þessum samning sé að finna neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk og kannski má segja að umfjöllun gærkvöldsins hafi svona mögulega boðið upp á einhvern misskilning varðandi það atriði og við vildum bara tryggja að félagsmenn okkar væru rétt upplýstir að hverju þeir eru að fara ganga að því það eru þeir sem að munu taka þennan samning fyrir í atkvæðagreiðslu,“ segir Viðar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjarasamninga Eflingar öðruvísi en annarra sem skrifað var undir við í gær.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Vilhelm„Það stafar að því að fyrirkomulag lögbundinna neysluhléa hefur verið örðuvísi hjá verslunarmönnum í þeirra samningum svoleiðis að væntanleg stytting vinnuvikunnar kemur til framkvæmda með öðrum hætti hjá þeim,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Hvenær geta starfsmenn og vinnustaðir farið að ráðast í þessa vinnutilhögun? Fyrst þurfum við nú að bera samningin sem skrifað var undir í gær undir atkvæði okkar félagsmanna um allt land og undirbúningur hófst að því í morgun þegar að kjörstjórn Starfsgreinasambandsins kom saman og ef að það gengur eftir að og samningurinn verður samþykktur, eigum við að segja í lok þessa mánaðar að þá geta menn farið að huga að þessu,“ segir Flosi. Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Mikil munur er á túlkun ASÍ og Eflingar á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir þá ekki fela í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutíma hjá almennu verkafólki. Í tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að meðal helstu atriða í nýjum kjarasamningi verslunar-, skrifstofu-, og verkafólks sé aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir mestu breytingar í hálfa öld. Í tilkynningu frá Eflingu í dag er áréttað að vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar feli hann ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Þá segir Efling að þær styttingar vinnutímans sem koma fram í kjarasamningnum séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þennan hluta fyrirtækjaþátt samningsins sem vissulega sé til staðar í núverandi samningi.Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Vilhelm„Það er í rauninni verið að virkja hann miklu meira núna í þeim tilgangi að reyna að stytta vinnuvikuna. Þetta er í valdi hvers vinnustaðar fyrir sig en útfærslan verður sú að vinnandi fólk leggur eitthvað af mörkum af kaffitímanum og atvinnurekendur leggja eitthvað af mörkum með hreinni styttingu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Tillögurnar sem kynnar voru í gær eru fjórar að frátöldu óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Hægt verður að semja um styttri vinnudag, styttri vinnuviku, frí annan hvern föstudag og svo í fjórða lagi styttri vinnudag þar sem vélar stjórna hraða.Verður ekki erfitt að fylgja þessu eftir? „Það verður örugglega erfitt. Það er margt í þessum samningum sem verður áskorun að fylgja eftir, segir Drífa.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir samninginn ásættanlega málamiðlun á kröfum stéttarfélagsins en að lögð verði áhersla á það að kynna samninginn fyrir félagsmönnum nákvæmlega eins og hann er. „Við höfum ekki getað séð að í þessum samning sé að finna neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans fyrir almennt verkafólk og kannski má segja að umfjöllun gærkvöldsins hafi svona mögulega boðið upp á einhvern misskilning varðandi það atriði og við vildum bara tryggja að félagsmenn okkar væru rétt upplýstir að hverju þeir eru að fara ganga að því það eru þeir sem að munu taka þennan samning fyrir í atkvæðagreiðslu,“ segir Viðar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjarasamninga Eflingar öðruvísi en annarra sem skrifað var undir við í gær.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Vilhelm„Það stafar að því að fyrirkomulag lögbundinna neysluhléa hefur verið örðuvísi hjá verslunarmönnum í þeirra samningum svoleiðis að væntanleg stytting vinnuvikunnar kemur til framkvæmda með öðrum hætti hjá þeim,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Hvenær geta starfsmenn og vinnustaðir farið að ráðast í þessa vinnutilhögun? Fyrst þurfum við nú að bera samningin sem skrifað var undir í gær undir atkvæði okkar félagsmanna um allt land og undirbúningur hófst að því í morgun þegar að kjörstjórn Starfsgreinasambandsins kom saman og ef að það gengur eftir að og samningurinn verður samþykktur, eigum við að segja í lok þessa mánaðar að þá geta menn farið að huga að þessu,“ segir Flosi.
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar. 4. apríl 2019 11:46
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48