Aðkoma stjórnvalda lykilatriði í nýjum kjarasamningum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. apríl 2019 18:54 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Vísir/Vilhelm Kjarasamningarnir í gærkvöldi voru gerðir í skugga gjaldþrots WOW air eftir margra vikna þrotlausar samningaviðræður. Þeir taka meðal annars til launa, vinnutíma, skatta og vaxta og snerta bæði 80 þúsund launþega, í þeim verkalýðsfélögum sem hlut áttu að máli, og allan almenning í landinu. Aðkoma stjórnvalda var lykilatriði í að aðilar vinnumarkaðarins og atvinnulífsins náðu kjarasamningum. Þessi víðtæka samvinna á að bæta kjör fyrst og fremst hjá láglaunafólki. Nítján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins og níu félög innan Landssambands verslunarmanna undirrituðu nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Boðað hafði að nýir kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins yrðu undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í gær. Það dróst verulega á langinn en samningsaðilar höfðu þá setið sleitulaust tvo daga þar á undan við að koma honum saman. Fjölmiðlar voru svo boðaðir til ríkissáttasemjara á tíunda tímanum að sem ljóst var að kjarasamningar væri í höfn og það var margt um manninn þegar kom að því að undirrita nýja samninga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/VilhelmAð lokinni undirritun fóru fulltrúar atvinnulífsins og vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem boðað var til blaðamannafundar klukkan rúmlega ellefu þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem stéttarfélögin höfðu lagt mikla áherslu á að kæmu til sögunnar, voru kynntar. „Þessir samningar og það útspil stjórnvalda sem þeim fylgir mun verða grundvöllur og getur orðið grundvöllur að víðtækri sátt. Verið grundvöllur þess að við getum skapað hér bæði efnahagslega- en ekki síður félagslega stöðugleika til næstu ára,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Formaður VR segir fall flugfélagsins WOW hafa haft áhrif á kjaraviðræðurnar en að stéttarfélagið hafi náð að halda í kröfur sínar þrátt fyrir ekki náð 425 þúsund króna lágmarkslaunum í lok samningstímans. „Þetta var skelfilega erfið staða þar á meðal og við þurfum að fara nánast aftur að teikniborðinu en náðum þó að halda í okkar kröfur, þá er ég að tala um launaliðinn þegar við vorum að miða við fjögur hundruð tuttugu og fimm þúsund kallinn að við náum honum inn ef að ákveðnar forsendur verða til staðar í efnahagslífin,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/Vilhelm„Stóru tíðindin eru auðvitað þau að það er algjörlega ný nálgun í þessum kjarasamningum. Það er verið að breyta í raun og veru um takt annars vegar með því að setja inn krónutöluhækkanir og hefðbundnari hækkanir en hins vegar er verið að setja hagvaxtarbreytu inn í kjarasamninganna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég mun sannarlega mæla með þessum samningum og auðvitað er ég bjartsýn að fólk samþykki þessa samninga við munum fara rækilega í það að kynna þá fyrir félagsmönnum. Við náttúrlega fórum fram með mjög einbeittar og markvissar kröfur sem að við höfum fylgt eftir af fullri alvöru en við höfum staðið í þessari baráttu mánuðum saman. Við komumst ekki lengra og ég átti í mjög upplýstu og heiðarlegu samtali við mína samninganefnd sem að samþykkti þá afstöðu mína sem að ég stend við. Við mátum það svo að við kæmumst ekki lengra,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að lokinni kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Drífa Snædal, forseti ASÍ við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53 Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45 Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. 4. apríl 2019 18:00 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Kjarasamningarnir í gærkvöldi voru gerðir í skugga gjaldþrots WOW air eftir margra vikna þrotlausar samningaviðræður. Þeir taka meðal annars til launa, vinnutíma, skatta og vaxta og snerta bæði 80 þúsund launþega, í þeim verkalýðsfélögum sem hlut áttu að máli, og allan almenning í landinu. Aðkoma stjórnvalda var lykilatriði í að aðilar vinnumarkaðarins og atvinnulífsins náðu kjarasamningum. Þessi víðtæka samvinna á að bæta kjör fyrst og fremst hjá láglaunafólki. Nítján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins og níu félög innan Landssambands verslunarmanna undirrituðu nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Boðað hafði að nýir kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins yrðu undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í gær. Það dróst verulega á langinn en samningsaðilar höfðu þá setið sleitulaust tvo daga þar á undan við að koma honum saman. Fjölmiðlar voru svo boðaðir til ríkissáttasemjara á tíunda tímanum að sem ljóst var að kjarasamningar væri í höfn og það var margt um manninn þegar kom að því að undirrita nýja samninga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/VilhelmAð lokinni undirritun fóru fulltrúar atvinnulífsins og vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem boðað var til blaðamannafundar klukkan rúmlega ellefu þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem stéttarfélögin höfðu lagt mikla áherslu á að kæmu til sögunnar, voru kynntar. „Þessir samningar og það útspil stjórnvalda sem þeim fylgir mun verða grundvöllur og getur orðið grundvöllur að víðtækri sátt. Verið grundvöllur þess að við getum skapað hér bæði efnahagslega- en ekki síður félagslega stöðugleika til næstu ára,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Formaður VR segir fall flugfélagsins WOW hafa haft áhrif á kjaraviðræðurnar en að stéttarfélagið hafi náð að halda í kröfur sínar þrátt fyrir ekki náð 425 þúsund króna lágmarkslaunum í lok samningstímans. „Þetta var skelfilega erfið staða þar á meðal og við þurfum að fara nánast aftur að teikniborðinu en náðum þó að halda í okkar kröfur, þá er ég að tala um launaliðinn þegar við vorum að miða við fjögur hundruð tuttugu og fimm þúsund kallinn að við náum honum inn ef að ákveðnar forsendur verða til staðar í efnahagslífin,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/Vilhelm„Stóru tíðindin eru auðvitað þau að það er algjörlega ný nálgun í þessum kjarasamningum. Það er verið að breyta í raun og veru um takt annars vegar með því að setja inn krónutöluhækkanir og hefðbundnari hækkanir en hins vegar er verið að setja hagvaxtarbreytu inn í kjarasamninganna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég mun sannarlega mæla með þessum samningum og auðvitað er ég bjartsýn að fólk samþykki þessa samninga við munum fara rækilega í það að kynna þá fyrir félagsmönnum. Við náttúrlega fórum fram með mjög einbeittar og markvissar kröfur sem að við höfum fylgt eftir af fullri alvöru en við höfum staðið í þessari baráttu mánuðum saman. Við komumst ekki lengra og ég átti í mjög upplýstu og heiðarlegu samtali við mína samninganefnd sem að samþykkti þá afstöðu mína sem að ég stend við. Við mátum það svo að við kæmumst ekki lengra,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að lokinni kynningu á Lífskjarasamningnum í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Drífa Snædal, forseti ASÍ við kynningu á Lífskjarasamningnum í gær.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53 Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45 Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. 4. apríl 2019 18:00 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53
Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. 4. apríl 2019 18:45
Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. 4. apríl 2019 18:00
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?