Epitaph Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu.