Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 15:57 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38