Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Sighvatur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 12:00 Bandarískur fjárfestingarsjóður verður annar stærsti hluthafi Icelandair eftir kaupin. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19