Húsbílaáskorunin Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. apríl 2019 10:59 Með uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin ár hér og landi höfum við sem samfélag þurft að takast á við ýmsar óvæntar áskoranir. Má þar meðal annars nefna utanvegaakstur og ágang ferðamanna við hinar ýmsu náttúruperlur okkar. Ein slík óvænt áskorun er leiga húsbíla og ónæði sem af þeim getur stafað. Í síðasta mánuði beindi ég fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húsbíla, svokallaða Campers á ensku. Svar ráðherra sem barst í síðustu viku er um margt áhugavert. Þar kemur fram að það sé ekki fyllilega vitað hversu margar gistinætur séu í slíkum farartækjum utan hefðbundinna tjaldsvæða, en þær séu líklega á bilinu 150.000-250.000 á ári. Þannig gæti fjöldinn verið á bilinu 2-3 prósent allra gistinátta og gistináttagjald af þeim þá á bilinu 45-75 milljónir króna á ári. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara að tölur um slíka gistingu eru ekki sérstaklega aðgreindar frá tjaldgistingu.Ýmsir möguleikar í stöðunni Einnig spurði ég ráðherra hvort mögulegt væri að innheimta gistináttaskatt af leigu slíkra bifreiða af bílaleigunni, það er að segja þegar bíllinn er leigður út. Í rauninni er ekkert í lögum um gistináttagjald sem hindrar það. Hins vegar er enn sem komið er gert ráð fyrir að leigjendur bílanna greiði á þeim gististöðum sem þeir gista á t.d. á tjaldstæðunum.Það hefur komið upp í umræðunni undanfarið að slíkir bílar gisti oft utan skilgreindra svæða og valdi þannig jafnvel ónæði og ama. Ef gistináttagjaldið væri innheimt af bílaleigunni væri hins vegar hægt að beina bílunum inn á hefðbundin tjaldsvæði og minnka þannig ágang á svæði utan þeirra.Ráðherra telur að starfshópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem skoðar nú gjaldtöku af ferðaþjónustunni í samræmi við stjórnarsáttmála, ætti að skoða þessa leið eða sambærilegar til að innheimta gjaldið. Ég tel það vera fagnaðarefni. Slíkt væri bæði skynsamlegt fjárhagslega og einnig góð leið til að beina ferðamönnum að gististöðum þar sem gert er ráð fyrir að þeir hafi næturstað.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin ár hér og landi höfum við sem samfélag þurft að takast á við ýmsar óvæntar áskoranir. Má þar meðal annars nefna utanvegaakstur og ágang ferðamanna við hinar ýmsu náttúruperlur okkar. Ein slík óvænt áskorun er leiga húsbíla og ónæði sem af þeim getur stafað. Í síðasta mánuði beindi ég fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húsbíla, svokallaða Campers á ensku. Svar ráðherra sem barst í síðustu viku er um margt áhugavert. Þar kemur fram að það sé ekki fyllilega vitað hversu margar gistinætur séu í slíkum farartækjum utan hefðbundinna tjaldsvæða, en þær séu líklega á bilinu 150.000-250.000 á ári. Þannig gæti fjöldinn verið á bilinu 2-3 prósent allra gistinátta og gistináttagjald af þeim þá á bilinu 45-75 milljónir króna á ári. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara að tölur um slíka gistingu eru ekki sérstaklega aðgreindar frá tjaldgistingu.Ýmsir möguleikar í stöðunni Einnig spurði ég ráðherra hvort mögulegt væri að innheimta gistináttaskatt af leigu slíkra bifreiða af bílaleigunni, það er að segja þegar bíllinn er leigður út. Í rauninni er ekkert í lögum um gistináttagjald sem hindrar það. Hins vegar er enn sem komið er gert ráð fyrir að leigjendur bílanna greiði á þeim gististöðum sem þeir gista á t.d. á tjaldstæðunum.Það hefur komið upp í umræðunni undanfarið að slíkir bílar gisti oft utan skilgreindra svæða og valdi þannig jafnvel ónæði og ama. Ef gistináttagjaldið væri innheimt af bílaleigunni væri hins vegar hægt að beina bílunum inn á hefðbundin tjaldsvæði og minnka þannig ágang á svæði utan þeirra.Ráðherra telur að starfshópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem skoðar nú gjaldtöku af ferðaþjónustunni í samræmi við stjórnarsáttmála, ætti að skoða þessa leið eða sambærilegar til að innheimta gjaldið. Ég tel það vera fagnaðarefni. Slíkt væri bæði skynsamlegt fjárhagslega og einnig góð leið til að beina ferðamönnum að gististöðum þar sem gert er ráð fyrir að þeir hafi næturstað.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun