Handtóku þrjá og fundu stolinn bíl á vettvangi annars máls Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 06:54 Ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira