Handtóku þrjá og fundu stolinn bíl á vettvangi annars máls Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 06:54 Ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira