Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 19:16 Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman. Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman.
Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira