Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2019 21:45 Jónas Þór Sigurgeirsson, viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar. Stöð 2/Einar Árnason. Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppsveifla er á Blönduósi um þessar mundir vegna smíði gagnavers. Það væri þó ekki að rísa án Blönduvirkjunar. „Án hennar væri þetta ekki að rísa. Því að ef við horfum bara á landskerfið, raforkukerfið, þá er þetta eiginlega eini staðurinn fyrir utan suðvestursvæðið sem hægt er að afgreiða rafmagn í einhverju magni,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis á Blönduósi. Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis.Stöð 2/Einar Árnason.Þrír áratugir eru frá því raforkuframleiðsla hófst í Blönduvirkjun og viðhaldsstjórinn Jónas Þór Sigurgeirsson segir reksturinn hafa gengið ljómandi vel. Virkjunin bili varla og vélarnar skila meiri orku en gert var ráð fyrir. „Í hönnun var hún 720 gígavattstundir. En svo hefur verið meira vatn á ferðinni, hún hefur farið yfir 900 gígavattstundir,“ segir Jónas. Svo fylgir henni raforkuöryggi. „Já, já. Það fer varla rafmagnið af hér á svæðinu. Það var náttúrulega ýmiss svona veikleiki hér áður,“ segir viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar.Búið er að skipuleggja fimmtán hektara iðnaðarsvæði ofan við Blönduós.Stöð 2/Einar Árnason.Og það er einmitt öryggi sem eigendur gagnavera sækjast eftir. „Það er öryggi. Þeir sækja bara í heildstætt öryggi,“ segir Valgarður. Sveitarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, segir Blönduvirkjun vannýtta vegna skorts á flutningslínum. Í héraði sjá menn jafnframt ný tækifæri vegna áforma Landsvirkjunar um að virkja sjötíu metra fallhæð milli miðlunarlóna. „Nú er búið að hanna þar rennslisvirkjanir til að stækka Blönduvirkjun á næstu árum. Og það er bara verið að bíða eftir að Blöndulína 3 komist þá norður í Eyjafjörð og svo tenging aftur austur á land,“ segir Valdimar. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Við viljum þá um leið fá tengingu hingað niður eftir til að efla þetta iðnaðarsvæði sem er byggjast upp hér ofan við bæinn,“ segir sveitarstjóri Blönduóss. Og þar er búið að deiliskipuleggja fimmtán hektara svæði sem gæti rúmað til dæmis fleiri gagnaver. „Það er bæði markaður fyrir meira og vilji til þess að fara í meira,“ segir umsjónarmaður gagnaversverkefnis, Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Stóriðja Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppsveifla er á Blönduósi um þessar mundir vegna smíði gagnavers. Það væri þó ekki að rísa án Blönduvirkjunar. „Án hennar væri þetta ekki að rísa. Því að ef við horfum bara á landskerfið, raforkukerfið, þá er þetta eiginlega eini staðurinn fyrir utan suðvestursvæðið sem hægt er að afgreiða rafmagn í einhverju magni,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis á Blönduósi. Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis.Stöð 2/Einar Árnason.Þrír áratugir eru frá því raforkuframleiðsla hófst í Blönduvirkjun og viðhaldsstjórinn Jónas Þór Sigurgeirsson segir reksturinn hafa gengið ljómandi vel. Virkjunin bili varla og vélarnar skila meiri orku en gert var ráð fyrir. „Í hönnun var hún 720 gígavattstundir. En svo hefur verið meira vatn á ferðinni, hún hefur farið yfir 900 gígavattstundir,“ segir Jónas. Svo fylgir henni raforkuöryggi. „Já, já. Það fer varla rafmagnið af hér á svæðinu. Það var náttúrulega ýmiss svona veikleiki hér áður,“ segir viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar.Búið er að skipuleggja fimmtán hektara iðnaðarsvæði ofan við Blönduós.Stöð 2/Einar Árnason.Og það er einmitt öryggi sem eigendur gagnavera sækjast eftir. „Það er öryggi. Þeir sækja bara í heildstætt öryggi,“ segir Valgarður. Sveitarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, segir Blönduvirkjun vannýtta vegna skorts á flutningslínum. Í héraði sjá menn jafnframt ný tækifæri vegna áforma Landsvirkjunar um að virkja sjötíu metra fallhæð milli miðlunarlóna. „Nú er búið að hanna þar rennslisvirkjanir til að stækka Blönduvirkjun á næstu árum. Og það er bara verið að bíða eftir að Blöndulína 3 komist þá norður í Eyjafjörð og svo tenging aftur austur á land,“ segir Valdimar. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Við viljum þá um leið fá tengingu hingað niður eftir til að efla þetta iðnaðarsvæði sem er byggjast upp hér ofan við bæinn,“ segir sveitarstjóri Blönduóss. Og þar er búið að deiliskipuleggja fimmtán hektara svæði sem gæti rúmað til dæmis fleiri gagnaver. „Það er bæði markaður fyrir meira og vilji til þess að fara í meira,“ segir umsjónarmaður gagnaversverkefnis, Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Stóriðja Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30