Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2019 19:00 Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira