Viðureignin við samsærisöflin Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun