Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG byrja úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni vel en þeir unnu Árhús á útivelli í dag.
Óðinn náði ekki að setja mark sitt á leikinn, hann skoraði ekki mark en átti tvö skot í 28-26 sigri GOG. Lasse Kjær Möller var markahæstur með 7 mörk en hann þurfti 14 skot til þess.
Gestirnir í GOG tóku yfirhöndina í leiknum snemma og héldu henni framan af. Í hálfleik var staðan 11-18 fyrir GOG.
Heimamenn náðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks og varð munurinn minnst tvö mörk. Þeir komust þó ekki nær og lauk leiknum með sigri GOG.
GOG er því komið með einn sigur í úrslitakeppninni en efstu átta liðin spila í tveggja fjögurra liða riðlum. GOG og Árhús eru í riðli með Bjerringbro-Silkeborg og Skanderborg.
GOG byrjaði á sigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti
Fleiri fréttir
