Lífið

Skyggnst bak við tjöldin á síðustu tökum Game of Thrones á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það gekk ýmislegt á.
Það gekk ýmislegt á. Mynd/HBO
„Sumir af tökustöðunum á Íslandi eru svo stórfenglegir að aðstæðurnar hjálpa leikurunum svo mikið,“ segir David Benioff um tökur Game of Thrones þáttanna ofurvinsælu hér á landi.

HBO hefur gefið út myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin við tökur á fyrsta þætti áttunda og síðustu þáttaraðar Game of Thrones. Ísland kom við sögu í þættinum sem Winterfell og í myndbandinu er drjúgum hluta eytt í að segja frá tökunum á Íslandi.

„Ef Kit og Emilia eru að labba fram hjá frosinni á á Íslandi og þau skjálfa af kulda þá er það raunverulegt,“ bætti Benioff við og átti þar við Kit Harrington og Emilia Clarke, sem leika tvö af stærstu hlutverkinum í þáttunum.

Sjá einnig: Ballið  byrjar á ný, loksins.

Í myndbandinu er einnig farið yfir erfiðleikana við að taka upp á Íslandi enda var dagsljós af skornum skammti. Meðal annars má sjá hvernig Harrington rennur til í snjónum í miðri töku og hvernig hann þykist kúgast eftir að hafa átt nána stund með Clarke.

„Mér fannst frábært að ég hafi fengið að fara þangað með Emilia. Ég gat sýnt henni það sem hefur verið svo stór hluti af Thrones-heiminum fyrir sjálfan mig. Ég fékk að sýna henni Ísland,“ sagði Harrington en frá því að þáttaröðin hóf göngu sína hefur hann verið reglulegur gestur hér á landi við tökur þáttanna.

Í myndbandinu er einnig útskýrt hvernig Skógafoss kom við sögu í fyrsta þættinum ásamt ýmsu öðru. Íslandsumfjöllun hefst þegar um tólf mínútur eru liðnar.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×