Forstjórar Minja- og Mannvirkjastofnunnar munu funda um brunavarnir Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:03 Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun. Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“ Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“
Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira