Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 11:36 Slökkviliðsmenn slökkva eldinn með vatnsslöngum í Notre Dame í gær. Getty/Michel Stoupak Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. Heitt, þunnt loft og ótti við að dómkirkjan félli saman var á meðal þess sem tekið var með í reikninginn. Bandaríkjaforseti var einn þeirra sem lagði til að notast yrði við flugvélar til að slökkva eldinn.Sjá einnig: Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Kristján Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir Parísarbúa slegna vegna brunans. Þá hafi hann orðið var við það að einhverjum hefði fundist viðbragðsaðilar ekki ganga nógu langt við slökkvistarfið. „Maður hefur séð einhverja fullyrða um það að þarna væri allavega mikill eldsmatur, í þakinu sérstaklega. Þeir virtust vera með áætlun um hvernig ætti að bregðast við, þeir vildu ekki sleppa vatni úr þyrlum til dæmis, og beindu vatninu að kirkjunni úr slöngum sem mörgum fannst ekki ná nógu langt,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Forsetinn lagði til tankflugvélar Á meðal þeirra sem lögðu til að slökkviliðsmenn notuðu þyrlur eða flugvélar til að slökkva eldinn í kirkjunni var Donald Trump Bandaríkjaforseti.So horrible to watch the massive fire at Notre Dame Cathedral in Paris. Perhaps flying water tankers could be used to put it out. Must act quickly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 „Kannski væri hægt að nota tankflugvélar með vatni til að slökkva hann [eldinn]. Það verður að bregðast hratt við!“ skrifaði Trump í tísti sem hann birti vegna eldsvoðans. Slíkt hefði þó aldrei verið raunhæfur möguleiki, að mati Glenn Corbett, prófessors í eldvísindum við John Jay-háskólann í New York. Haft er eftir Corbett í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN að ekki fyndist flugmaður sem byggi yfir færni til að sleppa vatni úr flugvél, nákvæmlega á kirkjuna, á hröðu flugi yfir henni. Þá hefði ekki heldur verið hægt að nota þyrlur vegna hitans sem lagði frá eldinum. „Þetta verkar sem skorsteinn, þú getur ekki flogið þyrlu í heitu lofti. Loftið er svo þunnt.“Kirkjan hefði getað fallið saman Í tilkynningu frá frönsku öryggissveitunum, Sécurité Civile, segir að slökkviliðsmenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða niðurlögum eldsins. Þannig hafi þeir beitt öllum tiltækum ráðum – en ekki hafi þó verið hægt að vinna slökkvistarf úr lofti. „[…] sem, ef notað, hefði getað leitt til þess að kirkjubyggingin félli saman í heild sinni,“ segir í yfirýsingu öryggissveitanna á Twitter.Hundreds of firemen of the Paris Fire Brigade are doing everything they can to bring the terrible #NotreDame fire under control. All means are being used, except for water-bombing aircrafts which, if used, could lead to the collapse of the entire structure of the cathedral.— Sécurité Civile Fr (@SecCivileFrance) April 15, 2019 Eric Kennedy, prófessor í öryggisfræðum við Háskólann í York, útskýrði einnig aðgerðir slökkviliðsins, og þá ákvörðun að berjast ekki við eldinn úr lofti, á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði til dæmis að tankflugvélarnar sem Trump lagði til væru nánast ófáanlegar. Þá beri flugvélar og þyrlur árangur þegar barist er við kjarr- eða skógarelda en komi ekki að sérstaklega góðum notum þegar byggingar brenna.So, you might be asking: Why /not/ use planes or helicopters to fight the fire at Notre Dame? Let's talk about it! (1/n) https://t.co/EIST8QXdjN— Eric Kennedy (@ericbkennedy) April 15, 2019 Ekki liggur enn fyrir hvernig eldurinn í Notre Dame kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum framkvæmdum sem stóðu yfir í turninum. Rannsókn á eldsupptökum er hafin en gert er ráð fyrir að því að um slys hafi verið að ræða. Þá tókst að bjarga ýmsum ómetanlegum menningarverðmætum og listaverkum úr kirkjunni, þar á meðal þyrnikórónu sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtli sem Loðvík helgi átti. Bruninn í Notre-Dame Donald Trump Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. Heitt, þunnt loft og ótti við að dómkirkjan félli saman var á meðal þess sem tekið var með í reikninginn. Bandaríkjaforseti var einn þeirra sem lagði til að notast yrði við flugvélar til að slökkva eldinn.Sjá einnig: Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Kristján Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir Parísarbúa slegna vegna brunans. Þá hafi hann orðið var við það að einhverjum hefði fundist viðbragðsaðilar ekki ganga nógu langt við slökkvistarfið. „Maður hefur séð einhverja fullyrða um það að þarna væri allavega mikill eldsmatur, í þakinu sérstaklega. Þeir virtust vera með áætlun um hvernig ætti að bregðast við, þeir vildu ekki sleppa vatni úr þyrlum til dæmis, og beindu vatninu að kirkjunni úr slöngum sem mörgum fannst ekki ná nógu langt,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Forsetinn lagði til tankflugvélar Á meðal þeirra sem lögðu til að slökkviliðsmenn notuðu þyrlur eða flugvélar til að slökkva eldinn í kirkjunni var Donald Trump Bandaríkjaforseti.So horrible to watch the massive fire at Notre Dame Cathedral in Paris. Perhaps flying water tankers could be used to put it out. Must act quickly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 „Kannski væri hægt að nota tankflugvélar með vatni til að slökkva hann [eldinn]. Það verður að bregðast hratt við!“ skrifaði Trump í tísti sem hann birti vegna eldsvoðans. Slíkt hefði þó aldrei verið raunhæfur möguleiki, að mati Glenn Corbett, prófessors í eldvísindum við John Jay-háskólann í New York. Haft er eftir Corbett í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN að ekki fyndist flugmaður sem byggi yfir færni til að sleppa vatni úr flugvél, nákvæmlega á kirkjuna, á hröðu flugi yfir henni. Þá hefði ekki heldur verið hægt að nota þyrlur vegna hitans sem lagði frá eldinum. „Þetta verkar sem skorsteinn, þú getur ekki flogið þyrlu í heitu lofti. Loftið er svo þunnt.“Kirkjan hefði getað fallið saman Í tilkynningu frá frönsku öryggissveitunum, Sécurité Civile, segir að slökkviliðsmenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða niðurlögum eldsins. Þannig hafi þeir beitt öllum tiltækum ráðum – en ekki hafi þó verið hægt að vinna slökkvistarf úr lofti. „[…] sem, ef notað, hefði getað leitt til þess að kirkjubyggingin félli saman í heild sinni,“ segir í yfirýsingu öryggissveitanna á Twitter.Hundreds of firemen of the Paris Fire Brigade are doing everything they can to bring the terrible #NotreDame fire under control. All means are being used, except for water-bombing aircrafts which, if used, could lead to the collapse of the entire structure of the cathedral.— Sécurité Civile Fr (@SecCivileFrance) April 15, 2019 Eric Kennedy, prófessor í öryggisfræðum við Háskólann í York, útskýrði einnig aðgerðir slökkviliðsins, og þá ákvörðun að berjast ekki við eldinn úr lofti, á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði til dæmis að tankflugvélarnar sem Trump lagði til væru nánast ófáanlegar. Þá beri flugvélar og þyrlur árangur þegar barist er við kjarr- eða skógarelda en komi ekki að sérstaklega góðum notum þegar byggingar brenna.So, you might be asking: Why /not/ use planes or helicopters to fight the fire at Notre Dame? Let's talk about it! (1/n) https://t.co/EIST8QXdjN— Eric Kennedy (@ericbkennedy) April 15, 2019 Ekki liggur enn fyrir hvernig eldurinn í Notre Dame kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum framkvæmdum sem stóðu yfir í turninum. Rannsókn á eldsupptökum er hafin en gert er ráð fyrir að því að um slys hafi verið að ræða. Þá tókst að bjarga ýmsum ómetanlegum menningarverðmætum og listaverkum úr kirkjunni, þar á meðal þyrnikórónu sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtli sem Loðvík helgi átti.
Bruninn í Notre-Dame Donald Trump Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38