Sjö verslanir hætt rekstri frá áramótum og aðrar fjórar loka um mánaðamótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. apríl 2019 19:30 Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár. Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár.
Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira