Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 15:05 Lögreglan mætti í ráðuneytið og fóru mótmælendur þá út þar sem lögreglan hótaði því að annars yrðu mótmælendur handteknir. vísir/vilhelm Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12
Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35
Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00