Bergmálsklefi fullkomleikans Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:00 Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun