Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 18:26 Rannsókn Tómasar og félaga sýnir að aðgerðir sem framkvæmdar eru af úthvíldum skurðaðgerðum eru líklegri til að skila árangri. Samsett/Getty/Vísir Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20
Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30
Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37