Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Anton Ingi Leifsson skrifar 12. apríl 2019 17:30 Brynjar í leik með Stólunum í vetur. vísir/bára Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum