Fjárfestum í fólki Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með forvörnum og með því að tryggja fólki hvíld. Fimmti hver starfsmaður í opinbera geiranum í Svíþjóð er með kulnunar- eða streitueinkenni. Hér á landi skortir yfirsýn en engin ástæða er til að ætla að aðstæður séu aðrar hér. Stóraukin ásókn sjúkrasjóði stéttarfélaga ber þess merki. Oftast má rekja kulnun og sjúklega streitu í starfi til aðstæðna á vinnustað þar sem álagið er of mikið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólks eru óljósar. Algengt er að vaktavinnufólk treysti sér í ekki til að vinna fullt starf. Þar spilar líka inn í álag sem fylgir vaktavinnu. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu hafa samhliða farið yfir stjórnun verkefna og tímastjórnun. Niðurstaðan er skýr – með styttingu vinnuvikunnar dregur úr streitueinkennum, einkennum kulnunar og almennt dregur úr veikindafjarveru. Þá á fólk auðveldara með að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Á samanburðarvinnustöðum sem ekki hafa stytt vinnuvikuna upplifir fólk þvert á móti hvernig streita og einkenni kulnunar halda áfram að aukast á sama tíma og erfiðara er að samþætta fjölskyldulífið við vinnuna. Í heilbrigðiskerfinu byggir þjónustan á bestu mögulegu vísindarannsóknum. Hvers vegna ættum við ekki að gera sömu kröfur þegar kemur að starfsfólki og vinnuaðstöðu? Það þarf að tryggja starfsfólki aðstæður svo það geti unnið vinnuna sína og þannig hámarkað gæði þjónustunnar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnuumhverfi sem leiðir til veikinda fólks eða áralangrar óvinnufærni. Það hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður heldur er það kostnaðarsamt fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt. Með því að grípa til viðeigandi forvarna og stytta vinnuvikuna axla atvinnurekendur ábyrgð á vandanum og stuðla að auknum lífsgæðum – öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með forvörnum og með því að tryggja fólki hvíld. Fimmti hver starfsmaður í opinbera geiranum í Svíþjóð er með kulnunar- eða streitueinkenni. Hér á landi skortir yfirsýn en engin ástæða er til að ætla að aðstæður séu aðrar hér. Stóraukin ásókn sjúkrasjóði stéttarfélaga ber þess merki. Oftast má rekja kulnun og sjúklega streitu í starfi til aðstæðna á vinnustað þar sem álagið er of mikið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólks eru óljósar. Algengt er að vaktavinnufólk treysti sér í ekki til að vinna fullt starf. Þar spilar líka inn í álag sem fylgir vaktavinnu. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu hafa samhliða farið yfir stjórnun verkefna og tímastjórnun. Niðurstaðan er skýr – með styttingu vinnuvikunnar dregur úr streitueinkennum, einkennum kulnunar og almennt dregur úr veikindafjarveru. Þá á fólk auðveldara með að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Á samanburðarvinnustöðum sem ekki hafa stytt vinnuvikuna upplifir fólk þvert á móti hvernig streita og einkenni kulnunar halda áfram að aukast á sama tíma og erfiðara er að samþætta fjölskyldulífið við vinnuna. Í heilbrigðiskerfinu byggir þjónustan á bestu mögulegu vísindarannsóknum. Hvers vegna ættum við ekki að gera sömu kröfur þegar kemur að starfsfólki og vinnuaðstöðu? Það þarf að tryggja starfsfólki aðstæður svo það geti unnið vinnuna sína og þannig hámarkað gæði þjónustunnar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnuumhverfi sem leiðir til veikinda fólks eða áralangrar óvinnufærni. Það hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður heldur er það kostnaðarsamt fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt. Með því að grípa til viðeigandi forvarna og stytta vinnuvikuna axla atvinnurekendur ábyrgð á vandanum og stuðla að auknum lífsgæðum – öllum til heilla.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun