Hvernig gat þetta gerst? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Eftir á að hyggja hefði verið mjög auðvelt að spá fyrir um ýmsa sögulega viðburði sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir gerðust. Og eftir á að hyggja hefði mjög auðveldlega mátt koma í veg þá. Enn fremur—eftir því sem lengra líður frá atburðunum þeim mun auðveldara verður hvort tveggja; að spá fyrir um þá og koma í veg fyrir þá. Þótt þessi fullyrðing virðist fáránleg eða spaugileg þá er sannleikurinn sá um ótrúlega mörg feigðarflön sögunnar að þau voru drifin áfram af ofstopafullum minnihluta gegn betri vitund yfirgnæfandi meirihluta hófsemdar- og skynsemdarfólks. Undanfarið hafa náð umtalsverðum völdum í heiminum aðilar sem keppa að því að auka á sundrungu fólks, grafa undan frelsi í viðskiptum, festa í sessi þrönga sérhagsmuni, tortryggja mannréttindi og hola innan úr réttarríkinu. Þessi sömu aðilar stuðla að tómlæti og ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu, samborgurunum og framtíðinni. Hér á Íslandi fylgjumst við best með Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem ábyrgðarlausir æsingamenn hafa undirtökin í stjórnmálalífinu. Í Bretlandi tókst nokkrum uppskafningum með upplausnarblæti að kalla yfir þjóð sína algjöra óvissu með því að halda að fólki linnulausum lygavaðli í aðdraganda hinna misráðnu Brexit kosninga. Þar flutu sofandi að feigðarósi bæði unga fólkið, sem búa þarf við afleiðingarnar lengst; og skynsemdarfólkið. Á meðan hamaðist þröngur hópur forríks forréttindafólks í fjölmiðlum og á netinu við að básúna samsæriskenningar, innistæðulaus loforð og stórkarlalegar afgreiðslur á málefnalegri umræðu. Í Bandaríkjunum var „elítan“ svo sannfærð um að „bjáninn Trump“ yrði aldrei kjörinn forseti að það steingleymdist að finna frambjóðendur gegn honum sem höfðað gætu til almennra kjósenda. Svo fór sem fór. Eftir á að hyggja er augljóst að hin svokallaða „elíta“—sem er skammaryrði uppivöðsluseggjanna yfir velmeinandi, hugsandi og vandvirkt fólk—lét hjá leiðast að grípa kröftuglega til varna fyrir öll þau stórfenglegu lífsgæði, mannréttindi og framfarir sem hlotist hafa af friðsælli alþjóðlegri samvinnu, frjálsum viðskiptum og vernd einstaklingsbundinna mannréttinda. Þess í stað voru margir uppteknari við að reyna að hagnast sjálfir á upplausninni í stað þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir hana. Það sem einkennir flesta helstu forsprakkanna í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum. Allir þekkja til bakgrunns Bandaríkjaforseta sem ólst upp við ríkidæmi sem fæst venjulega fólk getur gert sér í hugarlund. Í Bretlandi fara fremstir í flokki yfirstéttaplebbar á borð við Jacob Rees-Mogg (sem ólst upp í aðstæðum sem minna einna helst á Downton Abbey) og Boris Johnson. Þeir geta leyft sér að tefla tæpasta vað með hagsmuni bresku þjóðarinnar en þurfa ekki sjálfir að hafa áhyggur af almennri velsæld, stríði eða friði. Fyrir þannig aristókrata eru kreppa og erfiðleikatímar fyrst og fremst tækifæri til að ráða fleira og betra þjónustufólk á hagstæðari kjörum á sveitasetrin. Hér á landi er andstaða við frjálsa verslun, alþjóðlega samvinnu og mannréttindi líka skipulögð af ábyrðgarlausum forréttindahópum sem hvorki munu þurfa að leysa úr né súpa seyðið af afleiðingum þess ef farið verður að kröfum þeirra. Hinn óheiðarlegi málflutningur gegn þriðja orkupakkanum er lítt dulin átylla. Þessi hópur vill Ísland út úr EES (og líklega undan Mannréttindadómstólnum og fleiri góðum alþjóðlegum stofnunum líka). Og þvælan er hrópuð kinnroðalaust þótt málflutningurinn að mestu sé innfluttur frá Noregi, eina landinu sem Ísland hefur framselt fullveldi sitt sjálfviljugt til. Mikið hefur verið gert til að svara eðlilegum spurning og sefa óþarfa taugaveiklun út af þriðja orkupakkanum. Í þeirri viðleitni hefur veirð komið fram af umtalsvert meiri nærgætni og kurteisi heldur en málflutningur þeirra æstustu gefur tilefni til. Ekkert af því dugar því þessi þröngi hópur virðist einfaldlega hafa misst trúna á því að Ísland eigi raunverulegt erindi í stjórnmálum, viðskiptum og menningu sem þjóð meðal þjóða. Þeir sem ekki vilja horfa upp á enn meiri skaða af þessum óvandaða málflutningi verða að grípa til varna fyrir þá miklu hagsmuni sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðlegu samstarfi og mannréttindum. Ef það bregst, og afturhaldsfólkinu tekst að einangra Ísland, og einhver spyr síðar: „Hvernig gat þetta gerst“—þá er svarið: Þetta gat gerst af því að skynsamt fólk nennti ekki að leggja á sig þau óþægindi sem þurfti til að berjast gegn bábiljunni og þeir sem áttu að standa saman um stóra hagsmuni létu þess í stað dægurþras sundra sér. Þannig vinnur vitleysan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Eftir á að hyggja hefði verið mjög auðvelt að spá fyrir um ýmsa sögulega viðburði sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir gerðust. Og eftir á að hyggja hefði mjög auðveldlega mátt koma í veg þá. Enn fremur—eftir því sem lengra líður frá atburðunum þeim mun auðveldara verður hvort tveggja; að spá fyrir um þá og koma í veg fyrir þá. Þótt þessi fullyrðing virðist fáránleg eða spaugileg þá er sannleikurinn sá um ótrúlega mörg feigðarflön sögunnar að þau voru drifin áfram af ofstopafullum minnihluta gegn betri vitund yfirgnæfandi meirihluta hófsemdar- og skynsemdarfólks. Undanfarið hafa náð umtalsverðum völdum í heiminum aðilar sem keppa að því að auka á sundrungu fólks, grafa undan frelsi í viðskiptum, festa í sessi þrönga sérhagsmuni, tortryggja mannréttindi og hola innan úr réttarríkinu. Þessi sömu aðilar stuðla að tómlæti og ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu, samborgurunum og framtíðinni. Hér á Íslandi fylgjumst við best með Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem ábyrgðarlausir æsingamenn hafa undirtökin í stjórnmálalífinu. Í Bretlandi tókst nokkrum uppskafningum með upplausnarblæti að kalla yfir þjóð sína algjöra óvissu með því að halda að fólki linnulausum lygavaðli í aðdraganda hinna misráðnu Brexit kosninga. Þar flutu sofandi að feigðarósi bæði unga fólkið, sem búa þarf við afleiðingarnar lengst; og skynsemdarfólkið. Á meðan hamaðist þröngur hópur forríks forréttindafólks í fjölmiðlum og á netinu við að básúna samsæriskenningar, innistæðulaus loforð og stórkarlalegar afgreiðslur á málefnalegri umræðu. Í Bandaríkjunum var „elítan“ svo sannfærð um að „bjáninn Trump“ yrði aldrei kjörinn forseti að það steingleymdist að finna frambjóðendur gegn honum sem höfðað gætu til almennra kjósenda. Svo fór sem fór. Eftir á að hyggja er augljóst að hin svokallaða „elíta“—sem er skammaryrði uppivöðsluseggjanna yfir velmeinandi, hugsandi og vandvirkt fólk—lét hjá leiðast að grípa kröftuglega til varna fyrir öll þau stórfenglegu lífsgæði, mannréttindi og framfarir sem hlotist hafa af friðsælli alþjóðlegri samvinnu, frjálsum viðskiptum og vernd einstaklingsbundinna mannréttinda. Þess í stað voru margir uppteknari við að reyna að hagnast sjálfir á upplausninni í stað þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir hana. Það sem einkennir flesta helstu forsprakkanna í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum. Allir þekkja til bakgrunns Bandaríkjaforseta sem ólst upp við ríkidæmi sem fæst venjulega fólk getur gert sér í hugarlund. Í Bretlandi fara fremstir í flokki yfirstéttaplebbar á borð við Jacob Rees-Mogg (sem ólst upp í aðstæðum sem minna einna helst á Downton Abbey) og Boris Johnson. Þeir geta leyft sér að tefla tæpasta vað með hagsmuni bresku þjóðarinnar en þurfa ekki sjálfir að hafa áhyggur af almennri velsæld, stríði eða friði. Fyrir þannig aristókrata eru kreppa og erfiðleikatímar fyrst og fremst tækifæri til að ráða fleira og betra þjónustufólk á hagstæðari kjörum á sveitasetrin. Hér á landi er andstaða við frjálsa verslun, alþjóðlega samvinnu og mannréttindi líka skipulögð af ábyrðgarlausum forréttindahópum sem hvorki munu þurfa að leysa úr né súpa seyðið af afleiðingum þess ef farið verður að kröfum þeirra. Hinn óheiðarlegi málflutningur gegn þriðja orkupakkanum er lítt dulin átylla. Þessi hópur vill Ísland út úr EES (og líklega undan Mannréttindadómstólnum og fleiri góðum alþjóðlegum stofnunum líka). Og þvælan er hrópuð kinnroðalaust þótt málflutningurinn að mestu sé innfluttur frá Noregi, eina landinu sem Ísland hefur framselt fullveldi sitt sjálfviljugt til. Mikið hefur verið gert til að svara eðlilegum spurning og sefa óþarfa taugaveiklun út af þriðja orkupakkanum. Í þeirri viðleitni hefur veirð komið fram af umtalsvert meiri nærgætni og kurteisi heldur en málflutningur þeirra æstustu gefur tilefni til. Ekkert af því dugar því þessi þröngi hópur virðist einfaldlega hafa misst trúna á því að Ísland eigi raunverulegt erindi í stjórnmálum, viðskiptum og menningu sem þjóð meðal þjóða. Þeir sem ekki vilja horfa upp á enn meiri skaða af þessum óvandaða málflutningi verða að grípa til varna fyrir þá miklu hagsmuni sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðlegu samstarfi og mannréttindum. Ef það bregst, og afturhaldsfólkinu tekst að einangra Ísland, og einhver spyr síðar: „Hvernig gat þetta gerst“—þá er svarið: Þetta gat gerst af því að skynsamt fólk nennti ekki að leggja á sig þau óþægindi sem þurfti til að berjast gegn bábiljunni og þeir sem áttu að standa saman um stóra hagsmuni létu þess í stað dægurþras sundra sér. Þannig vinnur vitleysan.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun