Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2019 18:30 Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15