Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 17:00 Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar