Lífið

Flutti þemalagið úr Game of Thrones í Stakkholtsgjá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt lag sem flutt er á enn fallegri stað.
Fallegt lag sem flutt er á enn fallegri stað.
Tónlistarmaðurinn Costantino Carrara mætti til landsins á dögunum til þess eins að taka upp myndband þar sem hann flytur þemalag Game Of Thrones á píanó í Stakkholtsgjá í Þórsmörk.

Mikið var lagt í myndbandið og komu fjölmargir Íslendingar að tökum þess. Myndbandið var tekið upp hér á landi síðasta sumar. Þeir Íslendingar sem komu að verkinu eru: Ólafur Páll Torfason, Eilífur Örn, Gunnar Auðunn Jóhannsson, Guðjón Hrafn og Daddi Bjarna.

Þyrluflugmenn voru Birgir Ómar Haraldsson og Jón Björnsson og skaffaði Hljóðfærahúsið píanói.

Hér að neðan má sjá myndbandið en þættirnir Game of Thrones hefja göngu sína á aðfaranótt mánudags á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×