Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:30 Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt á móti Ajax í gær. AP/Martin Meissner Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira
Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira