Harpa tapaði 462 milljónum í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 14:47 Tap Hörpu jókst um 218,1 milljón milli áranna 2017 og 2018. Vísir/vilhelm Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz. Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz.
Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59
Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58