Brassarnir spila í „hundrað ára gömlum“ búningum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 16:00 Neymar í hvíta búningnum. Mynd/Twitter/@CBF_Futebol Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu mun spila í sérstökum búningum í Suðurameríkukeppninni í sumar. Copa América fer fram í Brasilíu í sumar og stendur yfir frá 14. júní til 7. júlí. Keppnin verður í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. Þetta er 46. skiptið sem Copa América fer fram en Síle hefur unnið tvær síðustu keppnir sem fóru fram 2015 og 2016. Brasilíumenn unnu keppnina síðan árið 2007 en þeir voru þá að vinna hana í áttunda skiptið. Brassarnir ætla hins vegar í sumar að minnast fyrsta sigurs síns í Copa América keppninni árið 1919 með því að spila í „hundrað ára gömlum“ búningum í keppninni í ár.Brazil’s Copa América kit for this summer The white throwback kit celebrates 100 years since they won their first ever Copa América pic.twitter.com/vK8MkJDiO0 — ESPN FC (@ESPNFC) April 10, 2019Neymar, Philippe Coutinho, Gabriel Jesus, Roberto Firmino, Thiago Silva og félagar í brasilíska landsliðinu munu spila í hvítum búningum í keppninni en þetta var svipaðir búningar og fyrstu meistararnir spiluðu í maímánuði 1919. Árið 1919 fór Copa América keppnin einmitt fram í Brasilíu og Brasilíumenn unnu hana á markatölu eftir að hafa skorað 11 mörk í 3 leikjum. Arthur Friedenreich og Neco voru markahæstu menn keppninnar með fjögur mörk hvor. Friedenreich er sagður hafa skorað 1329 mörk á ferlinum en þær tölur hafa aldrei fengið staðfestar. Neco var kannski þekktastur fyrir að hafa verið rekinn út vinnu sem trésmiður eftir að hann tóks sér frí til að keppa fyrir hönd Brasilíu í keppninni. Neco skoraði bæði mörkin í 2-2 jafnteflinu við Úrúgvæ sem færði Brasilíu Suðurameríkutitilinn í fyrsta sinn.As novidades não param! Tem camisa nova da #SeleçãoBrasileira sendo lançada hoje, durante o evento de posse no novo Presidente da CBF, Rogério Caboclo. Veja! #JogaBola Saiba mais >> https://t.co/Tlzh4oYOABpic.twitter.com/nmndEGrRXo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) April 9, 2019Brasilíumenn spiluðu reyndar í mjög svipuðum hvítum treyjum þegar þeir klúðruðu heimsmeistaratitlinum á heimavelli árið 1950. Úrúgvæ mætti þá á Maracana leikvanginn og vann 2-1 þegar Brössunum nægði jafntefli en leikurinn fékk seinna viðurnefnið Maracanazo. Í framhaldinu hættu Brasilíumenn að spila í hvítu og tóku upp sína heimsþekkta gulu og grænu búninga. Þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 1958 og endurtóku síðan leikinn 1962, 1970, 1994 og 2002. Nú ætla þeir að storka örlögunum á ný og kannski færir það þeim fyrsta sigurinn í Copa América keppninni í tólf ár. Fótbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu mun spila í sérstökum búningum í Suðurameríkukeppninni í sumar. Copa América fer fram í Brasilíu í sumar og stendur yfir frá 14. júní til 7. júlí. Keppnin verður í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. Þetta er 46. skiptið sem Copa América fer fram en Síle hefur unnið tvær síðustu keppnir sem fóru fram 2015 og 2016. Brasilíumenn unnu keppnina síðan árið 2007 en þeir voru þá að vinna hana í áttunda skiptið. Brassarnir ætla hins vegar í sumar að minnast fyrsta sigurs síns í Copa América keppninni árið 1919 með því að spila í „hundrað ára gömlum“ búningum í keppninni í ár.Brazil’s Copa América kit for this summer The white throwback kit celebrates 100 years since they won their first ever Copa América pic.twitter.com/vK8MkJDiO0 — ESPN FC (@ESPNFC) April 10, 2019Neymar, Philippe Coutinho, Gabriel Jesus, Roberto Firmino, Thiago Silva og félagar í brasilíska landsliðinu munu spila í hvítum búningum í keppninni en þetta var svipaðir búningar og fyrstu meistararnir spiluðu í maímánuði 1919. Árið 1919 fór Copa América keppnin einmitt fram í Brasilíu og Brasilíumenn unnu hana á markatölu eftir að hafa skorað 11 mörk í 3 leikjum. Arthur Friedenreich og Neco voru markahæstu menn keppninnar með fjögur mörk hvor. Friedenreich er sagður hafa skorað 1329 mörk á ferlinum en þær tölur hafa aldrei fengið staðfestar. Neco var kannski þekktastur fyrir að hafa verið rekinn út vinnu sem trésmiður eftir að hann tóks sér frí til að keppa fyrir hönd Brasilíu í keppninni. Neco skoraði bæði mörkin í 2-2 jafnteflinu við Úrúgvæ sem færði Brasilíu Suðurameríkutitilinn í fyrsta sinn.As novidades não param! Tem camisa nova da #SeleçãoBrasileira sendo lançada hoje, durante o evento de posse no novo Presidente da CBF, Rogério Caboclo. Veja! #JogaBola Saiba mais >> https://t.co/Tlzh4oYOABpic.twitter.com/nmndEGrRXo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) April 9, 2019Brasilíumenn spiluðu reyndar í mjög svipuðum hvítum treyjum þegar þeir klúðruðu heimsmeistaratitlinum á heimavelli árið 1950. Úrúgvæ mætti þá á Maracana leikvanginn og vann 2-1 þegar Brössunum nægði jafntefli en leikurinn fékk seinna viðurnefnið Maracanazo. Í framhaldinu hættu Brasilíumenn að spila í hvítu og tóku upp sína heimsþekkta gulu og grænu búninga. Þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 1958 og endurtóku síðan leikinn 1962, 1970, 1994 og 2002. Nú ætla þeir að storka örlögunum á ný og kannski færir það þeim fyrsta sigurinn í Copa América keppninni í tólf ár.
Fótbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira