Kyrrsetning flugvélar varpar ljósi á ósanngirni í boði ríkisins Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun