Viðskipti innlent

Olís kaupir Mjöll Frigg

Sylvía Hall skrifar
Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fréttablaðið/Anton Brink

Olís undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé hreinlætisfyrirtækisins Mjöll Frigg ehf. Seljandi er Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. og stjórnendur Mjallar Friggjar.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Mjöll Frigg hafi áratuga reynslu við að veita öllum iðnaði á Íslandi góða þjónustu og hafi þróað sín hreinlætisefni eftir þörfum iðnaðarins. Fyrirtækið hefur framleitt sín efni í samvinnu við kaupendur vörunnar síðan 1929.

Tekjur félagsins námu 663 milljónir króna árið 2018 og eru starfsmenn fyrirtækisins fimmtán talsins.

Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Dreifinet félagsins er víðtækt og starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um fimmtíu stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands.

„Það er stefna Olís að veita viðskiptavinum sínum betri og víðtækari þjónustu og eru kaupin á Mjöll Frigg ehf. hluti af þeirri stefnu félagsins,“ segir í fréttatilkynningunni.

Kaupsamningur er gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Samruni Haga og Olís samþykktur

Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann.

Sameiningin auki virði Haga um tíu prósent

Greinendur Capacent meta gengi hlutabréfa í Högum á 60,6 krónur á hlut í nýju verðmati eða allt að 38 prósent hærra en markaðsgengi bréfanna eins og það var eftir lokun markaða í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×