Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 16:58 Ávana- og fíknilyf á borð við Oxycontin eru boðin kaupum og sölum á Íslandi, meðal annars á samfélagsmiðlum. Þessi sölumaður var með 80 mg af Oxycontin til sölu á 8000 krónur töfluna sem virðist vera götuverð taflnanna. Vísir Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00
Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37