Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:15 RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson. Bensín og olía Orkumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson.
Bensín og olía Orkumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira