Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 14:44 Ekki er staðfest hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun en miðað er við að þær verði teknar í notkun 16. júní. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8 en ekki hefur verið höfðað formlegt skaðabótamál. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. Í samtali fréttastofu við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, segir Bogi að félagið hafi rætt við Boeing um áætlanir þeirra um að sækja skaðabætur vegna gallans og þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar vélanna en þegar allar þotur af gerðinni 737 MAX 8 voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar. Aðspurður segir Bogi að vel sé haldið utan um það hvert ætlað tjón sé en hann geti ekki tjáð sig um þær fjárhæðir á þessu stigi. Þoturnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af sömu gerð fórust með aðeins fimm mánaða millibili, fyrst vél Lion Air í Indónesíu í október í fyrra og síðar vél Ethiopian Airlines í mars. Alls fórust 346 manns í slysunum. Bogi Nils segir Icelandair vera búið að stilla leiðakerfið af miðað við að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun þann 16. júní en gangi það ekki eftir er félagið í sambandi bæði við Boeing og flugmálayfirvöld svo hægt verði að bregðast við ef breyta þurfi forsendum. Það geti brugðið til beggja vona en ekki liggur fyrir hversu lengi MAX-vélarnar verða kyrrsettar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24 Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8 en ekki hefur verið höfðað formlegt skaðabótamál. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. Í samtali fréttastofu við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, segir Bogi að félagið hafi rætt við Boeing um áætlanir þeirra um að sækja skaðabætur vegna gallans og þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar vélanna en þegar allar þotur af gerðinni 737 MAX 8 voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar. Aðspurður segir Bogi að vel sé haldið utan um það hvert ætlað tjón sé en hann geti ekki tjáð sig um þær fjárhæðir á þessu stigi. Þoturnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af sömu gerð fórust með aðeins fimm mánaða millibili, fyrst vél Lion Air í Indónesíu í október í fyrra og síðar vél Ethiopian Airlines í mars. Alls fórust 346 manns í slysunum. Bogi Nils segir Icelandair vera búið að stilla leiðakerfið af miðað við að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun þann 16. júní en gangi það ekki eftir er félagið í sambandi bæði við Boeing og flugmálayfirvöld svo hægt verði að bregðast við ef breyta þurfi forsendum. Það geti brugðið til beggja vona en ekki liggur fyrir hversu lengi MAX-vélarnar verða kyrrsettar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24 Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49
Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30