Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 14:44 Ekki er staðfest hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun en miðað er við að þær verði teknar í notkun 16. júní. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8 en ekki hefur verið höfðað formlegt skaðabótamál. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. Í samtali fréttastofu við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, segir Bogi að félagið hafi rætt við Boeing um áætlanir þeirra um að sækja skaðabætur vegna gallans og þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar vélanna en þegar allar þotur af gerðinni 737 MAX 8 voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar. Aðspurður segir Bogi að vel sé haldið utan um það hvert ætlað tjón sé en hann geti ekki tjáð sig um þær fjárhæðir á þessu stigi. Þoturnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af sömu gerð fórust með aðeins fimm mánaða millibili, fyrst vél Lion Air í Indónesíu í október í fyrra og síðar vél Ethiopian Airlines í mars. Alls fórust 346 manns í slysunum. Bogi Nils segir Icelandair vera búið að stilla leiðakerfið af miðað við að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun þann 16. júní en gangi það ekki eftir er félagið í sambandi bæði við Boeing og flugmálayfirvöld svo hægt verði að bregðast við ef breyta þurfi forsendum. Það geti brugðið til beggja vona en ekki liggur fyrir hversu lengi MAX-vélarnar verða kyrrsettar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24 Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8 en ekki hefur verið höfðað formlegt skaðabótamál. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. Í samtali fréttastofu við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, segir Bogi að félagið hafi rætt við Boeing um áætlanir þeirra um að sækja skaðabætur vegna gallans og þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar vélanna en þegar allar þotur af gerðinni 737 MAX 8 voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar. Aðspurður segir Bogi að vel sé haldið utan um það hvert ætlað tjón sé en hann geti ekki tjáð sig um þær fjárhæðir á þessu stigi. Þoturnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af sömu gerð fórust með aðeins fimm mánaða millibili, fyrst vél Lion Air í Indónesíu í október í fyrra og síðar vél Ethiopian Airlines í mars. Alls fórust 346 manns í slysunum. Bogi Nils segir Icelandair vera búið að stilla leiðakerfið af miðað við að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun þann 16. júní en gangi það ekki eftir er félagið í sambandi bæði við Boeing og flugmálayfirvöld svo hægt verði að bregðast við ef breyta þurfi forsendum. Það geti brugðið til beggja vona en ekki liggur fyrir hversu lengi MAX-vélarnar verða kyrrsettar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24 Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49
Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30