Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:45 Dýpkunarskip í Landeyjahöfn. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira