Vaknaði eftir 27 ár í dái Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 18:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent