Vaknaði eftir 27 ár í dái Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 18:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira