Óþarfa lagabreyting um eitt leyfisbréf Guðríður Arnardóttir skrifar 23. apríl 2019 15:54 Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun